Um fimmtíu erlendir fjölmiðlar

Erlendir fjölmiðlamenn höfðu aðstöðu á efri hæðinni í Iðnó.
Erlendir fjölmiðlamenn höfðu aðstöðu á efri hæðinni í Iðnó. mbl.is/Árni Sæberg

Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um fimmtíu fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fram kemur að fjölmiðlafólkið hafi einkum komið frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi.

Fjölmiðlamönnunum var boðin vinnuaðstaða í Iðnó, frá 3. mars og þar til í gær. Í tilkynningunni kemur fram að m.a. dómsmálráðherra og fjármálaráðherra ræddu við fjölmiðlamennina í Iðnó. Þá hélt Seðlabanki Íslands fjölmennan kynningarfund og hið sama gerði forsætisráðherra.

„Ljóst er að koma erlendra fréttamanna hingað til lands hefur skilað sér í yfirvegaðri umfjöllun og meiri skilningi á stöðu og sjónarmiðum Íslands. Alvarlegra staðreyndavilla gætir mun minna en áður og samstarf og þjónusta við fréttamenn hefur styrkt enn frekar tengslanet stjórnvalda við erlenda fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni.

Eftirfarandi fjölmiðlar hafa skv. tilkynningu utanríkisráðuneytisins rætt við íslenska ráðamenn í liðinni viku:

ABC nyheter
Adresseavisen/Stavanger aftenblad
Aftenposten
AFP fréttastofan
Al Jazeera
ARD þýska ríkissjónvarpið
ARTE
Asahi Shimbun
BBC world service (útvarp)
BBC World (sjónvarp)
BBC 1
BBC business daily
Bloomberg TV
Bloomberg fréttastofan
Danmarks radio (útvarp og sjónvarp)
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (finnskumælandi)
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (sænskumælandi)
Finnska ríkissjónvarpið, YLE (heimildarmynd)
Financial Times  
Financial Times Deutschland
France 3 Europa
GPD nieuws hollensk héraðsfréttablöð
Handelsblatt
Helsingin Sanomat
Kyodonews
MTV3 Finland
Nikkei fréttastofan
NOVA hollenskur fréttaskýringaþáttur
NOS hollenska ríkissjónvarpið
ORT
Radio France International
Reuters TV
Reuters fréttaþjónusta
Ritzau
Passion for business
SR sænska ríkisútvarpið
SVT sænska ríkissjónvarpið
Radio France 1
RSI – svissneska ríkisútvarpið (ítölskumælandi)
Suddeutsche Zeitung
TSR1 - Svissneska sjónvarpið (frönskumælandi)
La Une - belgísk sjónvarpsstöð (frönskumælandi)
De Volkskrant        
Die Welt
ZDF

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert