Kvíðir skautadansinum

Menn taka upp á ýmsu í tilefni stórafmæla. Fáir slá þó Magnús Ingvason út sem ætlar sér að keppa í öllum íþróttagreinum sem viðurkenndar eru af ÍSÍ á fimmtíu ára afmælisárinu, allt frá skautadansi til karate og körfubolta.

Magnús Ingvason er ekki sú týpan að láta fimmtugsafmælið líða hjá í kyrrþey. Eftir nokkrar vangaveltur komst hann að þeirri niðurstöðu að sennilega væri gáfulegast að fagna tímamótunum með því að keppa í öllum íþróttagreinum sem viðurkenndar eru innan vébanda ÍSÍ

Greinarnar eru alls 27 talsins og spanna allt frá bolta- og sjálfsvarnaríþróttum til mótorkross og hestaíþrótta svo fátt eitt sé nefnt.

Til að verða keppnishæfur í öllum þessum greinum er æfingaprógrammið stíft hjá Magnúsi þessa dagana, auk sjálfra keppnanna en hann er þegar búinn að keppa í keilu og körfubolta. Allt þetta puð er þó ekki til einskis.

Þeir sem hafa áhuga á að heita á Magnús geta gert það í gegn um heimasíðuna www.272010.is en heiti hennar vísar til ártalsins og fjölda greinanna sem Magnús keppir í.

Þess má geta að unnið er að gerð heimildarmyndar um hið fjölskrúðuga íþróttaafmælisár Magnúsar. Rætt verður betur við kappann í SunnudagsMogga helgarinnar.


mbl.is