Reyndi að fá samfanga sinn í vændi

32 ára gömul kona, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í desember vegna gruns um mansal og vændi, reyndi í janúar að fá samfanga sinn, unga konu, til að starfa fyrir sig sem vændiskona fyrir 500.000 krónur á mánuði þegar hún væri laus úr fangelsi.

Konan, sem heitir Catalina Mikue Ncogo, var 1. desember dæmd í 2½ árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innflutning fíkniefna og hagnýtingu vændis. Konan hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar. Tveimur dögum síðar var konan handtekin vegna gruns um mansal og hagnýtingu vændis en lögreglan taldi sig hafa rökstuddan grun um að Catalina flytti stúlkur til landsins, gerði þær út til vændis og tæki a.m.k. helming hagnaðarins af þeim. 

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Catalina sæti áfram gæsluvarðhaldi til 23. apríl en hún hefur nú verið ákærð fyrir vændisstarfsemi og mansal.

Vændið helsta tekjulindin 

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, að við rannsókn málsins hafi konur borið um að hafa stundað vændi hér á landi á vegum Catalinu og að þær hafi komið til landsins í því skyni að starfa við vændi á vegum hennar. Konunum beri saman um að Catalina hafi verið umráðamanneskja þess húsnæðis þar sem þær dvöldu og vændið var stundað. Hún hafi haft alla milligöngu við þá sem keyptu vændisþjónustuna og tekið við greiðslu og haldið eftir verulegum hluta þess sem greitt var.

Þá bendi vitnisburðir einnig til þess að Catalina hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra kvenna sem um ræði, með því að beita ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu.  

Fjármál Catalinu hafa verið til skoðunar hjá lögreglunni og framburðir brotaþola og vitna, símagögn og önnur gögn hafi leitt í ljós að helsta tekjulind  hennar hafi verið þessi brotastarfsemi.

Reyndi að fá samfanga í vændi

Þá kemur fram, að í byrjun janúar hafi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu  borist upplýsingar um að Catalina hafi boðið samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona fyrir 500.000 krónur á mánuði þegar hún væri laus úr fangelsi. Lögreglan yfirheyrði konuna og hún staðfesti þetta auk þess sem tekin var skýrsla af öðrum fanga sem var  vitni að samtalinu. 

Ríkissaksóknari gaf í febrúar út ákæru á hendur Catalinu vegna mansals, hagnýtingar vændis, hótana, frelsissviptingar, ólögmætrar nauðungar, líkamsárásar og brots gegn valdstjórninni.

Ríkissaksóknari telur ljóst að Catalina hafi ekki látið af brotastarfsemi sinni þrátt fyrir að hafa sætt lögreglurannsóknum, gæsluvarðhaldi og verið ákærð og dæmd fyrir sambærileg brot. Þá segist ríkissaksóknari líta það alvarlegum augum að þrátt fyrir að Catalina sæti nú gæsluvarðhaldi vegna gruns um mansal og hagnýtingu vændis leitist hún enn á ný við að fá konur til að starfa fyrir sig í vændi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...