Hildur Eir prestur Akureyrarprestakalls

Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir mbl.is

Valnefnd Akureyrarprestakalls ákvað á fundi sínum í gær að leggja til að sr. Hildur Eir Bolladóttir verði skipuð prestur í Akureyrarprestakalli. Embættið veitist frá 1. júní næstkomandi.

Sr. Hildur Eir vígðist árið 2006 til þjónustu í Laugarnesprestakalli. Hún starfaði þar frá árinu 2001 sem æskulýðsfulltrúi.

Sex umsækjendur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Akureyrarprestakalls ásamt prófasti Eyjafjarðarprófastsdæmis.

mbl.is