Fordæmi sett með ákvörðun um Björgólf Thor?

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Heiðar Kristjánsson
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðiflokks, og nefndarmaður í iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingið kveða upp siðferðislegan dóm yfir Björgólfi Thor Björgólfssyni með breytingartillögu við frumvarp um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Hann spyr hvaða fordæmi séu sett með tillögunni og hvernig samskipti ríkisins verði við aðra einstaklinga tengda útrásinni.

Iðnaðarnefnd samþykkti frumvarpið á fundi sínum í morgun. Lagt er til að stytta samningstímann um helming, úr tuttugu árum í tíu ár auk þess að með ákvæði í samningum fellur Novator, félag Björgólfs Thor, frá fjárhagslegum ábata sem tengist beinlínis fjárfestingasamningnum. Novator er hluthafi í Verne Holding, móðurfélagi gagnaversins fyrirhugaða.

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar, segir tvær ástæður liggja að baki því að lagt er til styttri samningstími. „Annars vegar er komið inn í þingið frumvarp iðnaðarráðherra um  ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Það breytir landslaginu algjörlega og segja má að þetta sé síðasti sértæki fjárfestingasamningurinn sem gerður er. Við tekur almenn rammalöggjöf um ívilnanir. Í því frumvarpi er kveðið á um að samningstími verði til tíu ára. Hin skýringin er að Eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemd við samningslengdina. Því var ljóst að erfitt væri að ná samningnum óbreyttum í gegnum hana. Með þessu teljum við að Verne holding ætti að geta fengið grænt ljós hjá Eftirlitsstofnuninni.“

Hugmyndin komin frá Novator


Hvað varðar siðferðisþáttinn og stöðu Björgólfs Thor segir Skúli þá yfirferð hafa tekið dágóðan tíma. „Fram kom í þingumræðunum í desember að ýmsir gerðu athugasemdir við að ríkið gerði yfirhöfuð samning við fyrirtæki þar sem Björgólfur Thor væri innanborðs. Við höfum farið í gegnum þetta fram og til baka og meðal annars skoðað við hvort ríkið gæti krafist þess að Björgólfur Thor færi út úr fjárfestingunni. Mitt mat er að það væri líklegast brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Skúli.

Í viðræðum milli nefndarinnar og Novators vaknaði sú hugmynd um að falla frá arðgreiðslum. „Þessi hugmynd kom fyrst upp í bréfi frá Novator, um að þeir falli frá fjárhaglegum ábata sem tengist beinlínis þessum fjárfestingasamningi; framselji þau réttindi til ríkisins og þar með þjóðarinnar.“

Skúli viðurkennir að málið sé umdeilt inni á þinginu og gangi þvert á flokka. Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að verkefnið verði að veruleika, enda geti það skapað mörg hundruð störf á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er hvað mest. „En ég vil einnig að þeir sem áttu hvað mestan þátt í að bankakerfið hrundi byrji að borga þjóðinni til baka það sem þeir henni skulda.“

Hvað varðar fordæmisgildi þessarar niðurstöðu segir Skúli, að þingið verði að skoða hvort ekki beri að móta almennar reglur varðandi samskipti við fyrirtæki þessara tilteknu einstaklinga. „Við sem löggjafavald getum ekki kveðið upp dóma en setja þarf einhver viðmið til að tryggja að jafnt sé tekið má málum ólíkra einstaklinga. Hvað þessa ákvörðun varðar er um að ræða samkomulag milli aðila og mæst hafi verið á miðri leið. Novator hefur skilning á því að Björgólfur Thor er í viðkvæmri stöðu og ber sína ábyrgð, alla vega siðferðilega.“

Hreinlegra að hafna alfarið


Jón Gunnarsson er því mjög fylgjandi að gagnaverið rísi og hefur talað fyrir því á Alþingi að málinu verði flýtt. Hann segir þó að umdeild atriði séu í breytingum iðnaðarnefndar. Meðal annars verði að spyrja hvort um þvingaða aðgerð hafi verið að ræða og hvaða áhrif hún kunni að hafa. „Ég tel Alþingi komið út á hála braut í löggjöf þegar farið er að þvinga fram samkomulag með þessu hætti. Auðvitað er hægt að segja, að samkomulagið komi til vegna yfirlýsingar Björgólfs Thors en hún er að sjálfsögðu gefin út vegna þess að fyrir lá að málið var öðrum kosti stopp.“

Hvað varðar siðferðislega þáttinn segist Jón algjörlega skilja þau sjónarmið. Hann hafi einfaldlega sagt, að ef setja eigi slíkar reglur sé hreinlegra að hafna því alfarið að eiga viðskipti við fyrirtæki útrásarvíkinga. „Ég meina, hvað ætla menn að gera í samskiptum við önnur fyrirtæki í eigu þessara manna?“

Jón segir mikilvægi verkefnisins svo mikið að það eigi ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. „Ég læt ekki þátttöku útrásarvíkinga með hliðartengingu í svona verkefni eyðileggja meira fyrir okkur en orðið er.“

Jón segist ætla að taka málið upp á vettvangi þingsins og krefjast svara um hvaða stefnu Alþingi ætlar að móta sér þegar kemur að útrásarvíkingum, sem hafi þegar öllu er á botninn hvolft ekki verið dæmdir.

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar
Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson Kristinn Ingvarsson
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
mbl.is

Innlent »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »

Var að mótmæla þátttöku lögreglunnar

Í gær, 16:49 Kona sem var tekin höndum og færð inn í lögreglubíl í miðbæ Reykjavíkur í dag í miðri Gleðigöngu var að mótmæla þátttöku lögreglunnar í Gleðigöngunnar. Hún er hluti af róttækum samtökum hinsegin fólks. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...