Spurt um kynjaða fjárlagagerð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, beindi fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar, til fjármálaráðherra um kynjaða hagstjórn. Þannig vildi Eygló vita hvernig staðið var að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2010. Óskaði hún sérstaklega eftir dæmum um ákvarðanir við fjárlagagerðina þar sem tillit var tekið til kynjasjónarmiða. Jafnframt vildi hún vita hvernig ætlunin væri að standa að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar við fjárlagagerð ársins 2011.

Eygló benti á að við síðustu fjárlagagerð hafi sparnaðarkrafan á fjarnám komið harkalegast niður á kvenkyns nemendum þegar að var gáð.

Steingrímur þakkaði fyrirspurnina. Minnti hann á verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn hafi verið skipuð í apríl á síðasta ári. Sökum þessa hafi kynjuð hagstjórn ekki fengið það vægi sem til hafi verið ætlast fyrir fjárlögin 2010, en samkonulag væri um að meira tillit væri tekið til þess í fjárlögin 2011.

Að sögn Steingríms skilaði verkefnastjórnin áfangaskýrslu í mars sl. þar sem sé að finna góða leiðsögn um það hvaða aðferðarfræði sé að baki og hvernig innleiða eigi hana. Sagði hann að í einfeldni sinni snérist verkefnið um að útdeila fjármunum þannig að það stuðli að jafnrétti. Sem dæmi um útfærslu nefndi Steingrímur að hvert ráðuneyti skyldi koma með tillögu að sérstöku tilraunaverkefni sem komi skal til framkvæmda 2011.

Sagði hann ljóst að veita þyrfti aðilum sem taka munu þátt í tilraunaverkefnunum ráðgjöf og fræðslu. Til þess að sinna því var ráðin verkefnastjóri í tímabundið starfs og vísaði þar til Katrínar Önnu Guðmundsdóttur viðskiptafræðings og jafnréttishönnuð.

Steingrímur lagði áherslu á að kynjuð fjárlagagerð væri ekki eitthvað sem hægt væri að hrista fram úr erminni á stuttum tíma, enda þyrfti að breyta hugsunarhætti. Vísaði hann í því samhengi til reynslu Finna. Sagði hann það stefnuna til lengri tíma litið að ávallt væri tekið tillit til kynjaðrar fjárlagagerðar við vinnslu fjárlaga á komandi árum.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. nýtti tækifærið til að hvetja fjármálaráðherra áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið um kynjaðra fjárlagagerð. Rifjaði hún upp að hún hefði á sínum tíma beint þeirri fyrirspurn til þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde hvort innleiða ætti kynjaða fjárlagagerð hérlendis sambærilega við það sem löngum hefur þekkst í Noregi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með fjármálaráðherra um að innleiðing kynjaðrar fjárlagagerðar tæki tíma enda þyrfti að kenna fólki að hugsa með nýjum hætti. Minnti hún á að nú um stundir væru liðinn aldarfjórðungur síðan fyrst var byrjað að tala fyrir kynjaðri fjárlagagerð í sölum Alþingis, en það gerðu þingmenn Kvennalistans. Sagði hún afar mikilvægt að hafa ávallt í huga hver áhrif ákvarðana séu á kynin.


mbl.is

Innlent »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...