Umboðsmaður skuldara hættur

Runólfur Ágústsson
Runólfur Ágústsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Runólfur Ágústsson, nýskipaður umboðsmaður skuldara, segir að Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hafi hringt í sig í morgun og beðið sig að stíga til hliðar. Runólfur kvaðst hafa íhugað þessa ósk og ákveðið að segja af sér, að því er fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

Runólfur var í viðtal við Sigmar Guðmundsson, stjórnanda Kastljóss. Hann sagði ljóst að umboðsmaður skuldara geti ekki sinnt brýnum verkefnum sem bíði embættisins nema með dyggum stuðningi ráðherrans. 

„Ég hef því sent ráðherra bréf þar sem ég hef beðist undan þessu starfi og segi mig raunverulega frá því,“ sagði Runólfur í samtalinu við Kastljós. Hann tók við starfinu í morgun.

Runólfur sagði að ráðherrann hafi kveinkað sér undan pólitísku umræðunni sem hefur verið um ráðningu umboðsmanns skuldara og sagði Runólfur að sér hafi ekki þótti mikill mannsbragur að því. 

Hann kvaðst hafa sótt um starfið því hann hafi haft áhuga á að gegna því. Runólfur sagði að gríðarlega stór verkefni bíði embættisins og nefndi í því sambandi að á níunda hundrað mál bíði óafgreidd og að afgreiða þurfi neysluviðmið, sem sé mjög brýnt.

Félagsmálaráðherra hafði sent Runólfi bréf og óskað frekari skýringa á fjármálum hans, en þau hafa verið talsvert til umræðu frá því að DV birti frétt þar um í síðustu viku. Runólfur sagði í upphafi viðtalsins að hann ætlaði að senda inn umbeðin gögn. Þar sé ekkert sem ekki þoli dagsins ljós og hann hafi ekkert að fela. 

Runólfur sagði að Árni Páll félagsmálaráðherra hafi beðið um upplýsingar allt aftur til ársins 2003, bæði persónulegar og um félög sem hann hafi átt á þessum tíma.

Skuldamál Runólfs bar aldrei á góma í ráðningarferlinu að hans sögn.  Hann gerði grein fyrir því að hann hafi sjálfur lagt fram 100 milljónir króna í reiðufé, aleigu sína á þeim tíma, til kaupa á hlutafé í Sparisjóðabankanum, sem þá hét Icebank.

Eigendur hlutafjárins, sparisjóðir, lánuðu honum fyrir því sem á vantaði en hlutaféð var metið á 300 milljónir. Hann sagði að bankinn hafi átt frumkvæði að viðskiptunum.

Runólfur kvaðst hafa tapað öllu því sem hann lagði í kaupin og hafa orðið fórnarlamb græðgisvæðingarinnar sem ríkti á þessum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Of margir stormar á þessu ári“

21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...