Atlantsolía og Orkan lækka verð

Bensínstöðvar í Kópavogi
Bensínstöðvar í Kópavogi mbl.is/Ómar Óskarsson

Atlantsolía og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti en heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað mikið undanfarna daga. Nemur lækkun á bensínverði tveimur krónum en einni krónu á dísilolíu. Ódýrast er eldsneytið hjá Orkunni en Atlantsolía fylgir fast á eftir.

Á höfuðborgarsvæðinu kostar lítrinn af bensíni 192,30 krónur hjá Orkunni en 192,40 krónur hjá Atlantsolíu. Dísillítrinn kostar 190,30 krónur hjá Orkunni en 190,40 krónur hjá Atlantsolíu.

Annars staðar kostar bensínlítrinn á bilinu 194,40 krónur til 196,50 krónur á höfuðborgarsvæðinu. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi sem er móðurfélag Orkunnar sem býður upp á lægsta eldsneytisverðið.

mbl.is