Lánastarfsemin heyrir sögunni til

Ólafur Haukur Johnson
Ólafur Haukur Johnson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, segir að arður hefði ekki verið greiddur út til eigenda skólans ef nákvæmar upplýsingar hefðu legið fyrir um uppgjörsstöðu skólans gagnvart ríkinu.

Þetta kemur fram í viðbrögðum hans vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut.

Skólastjórinn segir í athugasemdum sínum að það sé fagnaðarefni að Ríkisendurskoðun geri engar athugasemdir við þjónustusamninginn við ríkið, en beini spjótum sínum að menntamálaráðuneytinu fyrir að hafa afskrifað í heimildarleysi hluta skuldar skólans við ríkið. „Ríkisendurskoðun bendir réttilega á að það „geti ekki talist æskilegt“ að skólinn hafi á sínum tíma lánað fé til starfsemi sem tengdist starfsemi Hraðbrautar ekki á nokkurn hátt. Þessi lánastarfsemi var birtingarmynd hugsunarháttar og hugmynda sem voru áberandi í samfélaginu og heyrir sögunni til,“ segir Ólafur Haukur og bætir við að að hann hafi tilkynnt menntamálaráðuneytinu að hann sé reiðubúinn að leggja skólanum til fjármuni svo tryggja megi framtíðarrekstur skólans og semja um uppgjör skulda skólans við ríkissjóð.

Viðbrögð við úttektinni

mbl.is

Bloggað um fréttina