Öryrkjar fremur fráskildir, fátækir og í fjölbýli

mbl.is/Árni Torfason

Konur eru hlutfallslega fleiri í hópi öryrkja, öryrkjar eru fremur fráskildir en aðrir og menntunarstig þeirra er talsvert lægra en gerist og gengur meða þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu á högum og lífskjörum öryrkja sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands og kynnt á blaðamannafundi í morgun.

 Skýrslan er byggð á gögnum úr rannsókn á högum öryrkja, sem gerð var á vegum Þjóðmálastofnunar árin 2008 - 2009.

Í skýrslunni kemur fram að aldursdreifing meðal öryrkja er önnur og í raun öfug við það sem er meðal þjóðarinnar í heild. Kynin dreifast heldur ekki jafnt á aldurshópana, þar sem karlar raða sér hlutfallslega frekar en konur í yngstu aldurshópana, en konur eru hlutfallslega fleiri um og eftir miðjan aldur.  

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði að skýrslan væri mjög mikilvægt tæki í réttindabaráttu öryrkja. 

Fátækt virðist vera hlutskipti margra öryrkja í samanburði við aðra þjóðfélagshópa, en hátt í helmingur svarenda var óánægður með fjárhagsafkomu sína og sagðist hafa átt erfitt með að greiða útgjöld undanfarna 12 mánuði, sambærileg tala fyrir þjóðina í heild er 12%.

Helmingur öryrkja er giftur eða í sambúð, athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra, einkum karla. eru einhleypir. Hjúskaparstaða rúmlega 20% þeirra sem svöruðu könnuninni hefur breyst eftir að vinnufærni þeirra skertist. Hlutfall fráskildra öryrkja er talsvert hærra en hjá þjóðinni í heild.

Í lok 2008 var heildarfjöldi örorkulífeyrisþega um 14.500 manns. Algengasta ástæða örorku karla er geðröskun, en hjá konum er örorka oftast af völdum sjúkdóma í stoðkerfi. Geðröskun er algengasta ástæða örorku hjá einstæðum mæðrum.

Meirihluti öryrkja býr í fjölbýlishúsi, öfugt við meirihluta þjóðarinnar. 29% karla og 22% kvenna í hópi öryrkja búa í leiguhúsnæði, sem er talsvert hærra hlutfall en á landsvísu.Rúm 17% öryrkja á aldrinum 30-39 ára búa hjá foreldrum eða ættingjum.

Heildartekjur öryrkja fyrir skatt voru mismunandi eftir kynjum.Meðaltal tekna karla var 196 þúsund krónur á mánuði, en kvenna 163 þúsund krónur.

96% öryrkja hafa verið á vinnumarkaði. Áföll, veikindi eða slys eru helstu ástæður þess að fólk er í hópi öryrkja. 8% þeirra eru með háskólamenntun, en 30% þjóðarinnar er með slíka menntun.72% öryrkja hafði ekki lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi áður en til örorkumats kom. Að sögnj Guðrúnar Hannesdóttur, höfundar skýrslunnar, er menntunarstigið mikilvægur þáttur í þessu samhengi. Hugsanlega megi draga þá áyktun að í láglaunastörfum, sem krefjist lítillar menntunar, sé vinnuvernd ábótavant.

Mjög fáir öryrkjar hafa fengið skipulega starfsendurhæfingu eða starfsþjálfun. Karlar eru líklegri til að fá slíka endurhæfingu. Meirihluti svarenda segist myndu þiggja hana, stæði hún til boða. Rekin er starfsendurhæfing fyrir fatlaða og öryrkja, Hringsjá. Að sögn Guðmundar er kostnaðurinn við reksturinn svipaður og örorkubætur í eitt ár.

Guðmundur benti á að afar mismunandi sé hvernig örorku fólks sé háttað, í mörgum tilfellum sé mikill dagamunur á fólki. „Vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn til að taka á móti fólki sem getur unnið suma daga, en aðra ekki.“

„Við hljótum að vilja einn vinnumarkað fyrir alla, eitt samfélag fyrir alla,“ sagði Guðrún.

Að sögn Guðmundar hefur að undanförnu komið fram ný nálgun á málefni fatlaðra. Að réttindi þeirra og lífskjör snúist meðal annars um að samfélagið lagi sig að fötluðum, en ekki eingöngu að fatlaðir aðlagi sig samfélaginu.   „Við erum því miður langt á eftir nágrannalöndunum. Ég held það sé óhætt að tala um 10-20 ár,“  sagði Guðmundur.

Um 45% öryrkja segist finna fyrir fordómum vegna fötlunar sinnar eða örorku, konur finna meira fyrir slíkum fordómum. Athygli vekur að barnafólk finnur frekar fyrir fordómum, en barnlausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Merkjaföt og fl föt á gjafverði.
Til sölu geggjuð flott föt á gjafaverði, lítið sem ekkert notuð í í M-L size. . ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...