Þingmenn fá afhent kjörbréf

Nýkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi í Þjóðmenningarhúsinu.
Nýkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Eggert

Landskjörstjórn kom saman í Þjóðmenningarhúsinu nú síðdegis og afhenti nýkjörnum þingmönnum á væntanlegu stjórnlagaþingi kjörbréf sín. 25 einstaklingar voru kjörnir á þingið sl. laugardag.

Undirbúningsnefnd stjórnlagaþings gekk frá tímabundinni ráðningu upplýsingafulltrúa og tæknistjóra stjórnlagaþings á fundi í gær. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fjölmiðlafræðingur var ráðin upplýsingafulltrúi og Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur var ráðinn tæknistjóri.

mbl.is