Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið

Borgarstjórnarfundur.
Borgarstjórnarfundur. Ernir Eyjólfsson

Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var fyrir flokkinn af Capacent Gallup. Flokkurinn bætir fylgi sitt um 10 prósent frá síðustu kosningum, og fengi 6 menn kjörna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fylgi Besta flokksins dalar hins vegar og fengi hann aðeins fjóra menn kjörna. Samfylkingin fengi nítján prósent og þrjá menn kjörna. Samkvæmt þessu er meirihlutinn í borginni fallinn.

Þá myndu Vinstri græn hljóta 11,2 prósent og Framsóknarflokkurinn 2,5 prósent.

Samkvæmt því sem kom fram í fréttum Stöðvar 2 voru 1208 Reykvíkingar í úrtakinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfshópi Capacent Gallup.  Svarhlutfall var 64%. Könnunin var gerð dagana 1.-22. desember sl.

mbl.is