Spurningar og svör um auðmenn

Reuters

Kanadíski lögfræðingurinn David Lesperance segir að það felist mikil vaxtartækifæri fyrir Ísland og Íslendinga að fá hingað til lands erlenda einstaklinga sem muni fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lesperance hefur sent frá sér. Hann hefur komið fram fyrir hönd hóps erlendra auðmanna sem vilja fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í tilkynningunni eru 18 spurningar og svör sem hann hefur tekið saman til að skýra málið, en hann segist gjarnan vilja svara sem flestum.

Lesperance segir í tölvupóstinu að allt eigi sér tvær hliða, og það eigi einnig við um þetta mál. Þá segist hann hafa reynt að kynna þetta fyrir eins mörgum íslenskum stjórnmálamönnum og hann hefur getað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert