Grunur um samráð

Samkeppniseftirlitið segir, að húsleitir hjá Vífilfelli hf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. séu liður í rannsókn sem einkum beinist að hugsanlegum brotum á banni samkeppnislaga við samráði keppinauta.

Forsvarsmenn fyrirtækjanna staðfestu fyrr í dag, að starfsmenn Samkeppniseftirlitsins hefðu gert húsleitir. Leitað var að tölvugögnum og einnig voru fjarlægð pappírsgögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina