Kreppir að körlum á vinnumarkaði

Gengið frá túnþökum við Hjalteyrargötu á Akureyri.
Gengið frá túnþökum við Hjalteyrargötu á Akureyri.

Atvinnuleysi meðal karla er nú nálægt því að vera tvöfalt meira en atvinnuleysi meðal kvenna.

Á fyrsta fjórðungi þessa árs mældist atvinnuleysi karla um 9,9 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli ára, en atvinnuleysi kvenna dróst hins vegar saman um 0,2 prósentustig og mælist nú 5,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að það veki athygli að nú eru 700 fleiri konur starfandi en voru fyrir hrun. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru starfandi konur 79.200 talsins en á fyrsta fjórðungi þessa árs mældust þær 79.900. Á sama tíma hefur starfandi körlum fækkað um 12.400, eða úr 94.800 í 82.400.

Á einu ári hefur starfandi konum fjölgað um 800 en starfandi körlum fækkað aftur á móti um 2.400.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »