Mikil hætta skapaðist

Maðurinn sem ruddist inn á skrifstofur Rauða kross Íslands í morgun er íranskur hælisleitandi sem hefur verið búsettur hérlendis í nokkur ár. Maðurinn ruddist inn í húsið með tvær flöskur fullar af bensíni og hellti vökvanum yfir sig.

Tilkynning barst um kl. 9:30 í morgun og fór lögregla strax á vettvang. Mikill viðbúnaður var í Efstaleiti þar sem RKÍ er til húsa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bættust í hópinn og menn frá sérveit ríkislögreglustjóra, en á þriðja tuga manna tóku þátt í aðgerðunum.

Um almennt útkall var að ræða, en menn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fyrstir á staðnum. Ekki var um sérsveitarútkall að ræða en þrír menn frá sérsveitinni voru í nágrenninu og mættu á staðinn.

Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri og yfirmaður aðgerðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stýrði aðgerðum á vettvangi.

Hótaði að kveikja í sjálfum sér

Hann segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið með tvær bensínflöskur þegar hann ruddist inn í húsið. Hann hellti bensíninu yfir sig og hótaði að kveikja í sér, en maðurinn hélt á tveimur kveikjurum.

Bensín fór á starfsmenn RKÍ þegar það reyndi að fá hann ofan af þessu.

„Það var bensínpollur á gólfinu og það var orðin mikil mettun af bensíni inni,“ segir Arnar Rúnar.

Lögreglan gerði tilraun til að ræða við manninn og fá hann til að hætta við. Samningamaður frá ríkislögreglustjóra fór á vettvang og starfsmaður frá Útlendingastofnun, sem hefur séð um málefni hælisleitandans, auk starfsfólks frá RKÍ.

Hælisleitandinn átti að mæta á fund í Útlendingastofnun í morgun en hann mætti ekki.

„Það varð fljótlega ljóst að það þýddi ekkert að tala við manninn. Þetta var orðin svo mikil hætta, það voru bensíngufur þarna um allt. Ef hann hefði kveikt í þá hefði komið ægilegur blossi,“ segir Arnar Rúnar.

Starfsmenn RKÍ voru enn inni í húsinu þegar lögreglan lét til skarar skríða.

Um hálftíma eftir að tilkynningin barst fór lögreglan inn í húsið. Sprautað var á manninn úr duftslökkvitæki til að koma í veg fyrir að hann næði að kveikja í sér, en hann var þá á annarri hæð hússins. Hann var svo handtekinn í kjölfarið. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn Arnars. Engan sakaði.

Farið var með manninn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var þrifinn. Nú gistir hann fangageymslur og bíður maðurinn þess að mál hans verði tekið fyrir. Hann verður yfirheyrður af lögreglu og svo mun Útlendingastofnun fara yfir hans mál.

Hörmuleg örvænting

Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir í tilkynningu alvarlegt að slíkir atburðir skuli gerast en þetta hafi farið eins vel og hægt var miðað við aðstæður.

„Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra,“ segir Kristján. „Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga.“

Þá segir að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...