Tæknin les fornritin líkt og nútímamál

„Ég hugsa að það séu ekki mörg tungumál sem væri hægt að fara svona með, að nota forrit sem er lagað að einu málstigi og beita því svona auðveldlega á 700 til 800 árum eldri texta,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.

Forrit sem þróað var innan Árnastofnunar til málfræðigreiningar á nútímatexta reyndist einnig geta greint texta Íslendingasagnanna og Sturlungu með viðunandi hætti. Sú fullyrðing að Íslendingar geti lesið fornrit sín með auðveldari hætti en aðrar þjóðir virðist því hreint ekki svo fjarri lagi. 
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert