Þykkt öskuský yfir Hveragerði

Mbl.is

Þykkt öskuský úr Grímsvötnum liggur nú yfir Hveragerði, eins og sést á þessari mynd, sem lesandi mbl.is tók fyrir skömmu. Þá er aska tekin að falla í Húsavík og annars staðar á Norðurlandi.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir dálitlu öskufalli á Suðurlandi og sunnantil á Faxaflóasvæðinu til morguns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert