Þyngri bifreiðar fá undanþágu

Brúarsmíði yfir Múlakvísl
Brúarsmíði yfir Múlakvísl mbl.is/Jónas Erlendsson

Heimilaður var 7 tonna leyfilegur hámarksöxulþungi á Dómadalsleið og á Fjallabaksvegi nyrðri.  Ákveðið hefur verið að gera undantekningu með fólksflutningabifreiðar og er heimilaður í þeirra tilviki 10 tonna öxulþungi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Dómadalsleið, F225, er lokuð á kafla en hjáleið er framhjá lokuninni, sem lengir leiðina um 3,5 km. Lokunin mun vara til 18. júlí. 

mbl.is