Aðgerðir vegna hvalveiða

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/ÞÖK

Bandaríkjastjórn er í þann veginn að tilkynna um hugsanlegar refsiaðgerðir gagnvart Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

AP fréttastofan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismönnum, að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, muni vísa til bandarískra laga, sem heimila forsetanum að grípa til aðgerða gegn erlendum ríkjum eða ríkisborgurum, sem fara ekki eftir alþjóðlegum samningum. 

Um er að ræða svonefnt Pelly ákvæði, en samkvæmt því á viðskiptaráðherra Bandaríkjanna að gefa út staðfestingu til Bandaríkjaforseta á því að hann telji að ríki stundi veiðar á sjávardýrum sem grafi undan friðunarmarkmiðum alþjóðasamtaka og dragi úr virkni þeirra. Forseti Bandaríkjanna hefur heimild til að beita innflutningsbanni á fiskafurðir viðkomandi ríkja eftir að staðfestingarkæran liggur fyrir en hann hefur einnig heimild til að aðhafast ekkert.

AP hefur eftir embættismönnum,  að Bandaríkjastjórn hafi einkum áhyggjur af veiðum Íslendinga á langreyðum og útflutningi á hvalaafurðum til Japans og fleiri landa.  

Engar veiðar hafa farið fram á langreyðum í sumar en Hvalur hf. tilkynnti nýlega að endanleg ákvörðun verði tekin í ágúst hvort veitt verði í ár. Hrefnuveiðimenn höfðu á mánudag veitt 38 dýr í sumar. 

Donald Evans, þáverandi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sendi árið 2004 staðfestingarkæru á grundvelli Pelly-ákvæðisins til Georges W. Bush, þáverandi forseta.  Taldi Evans að Íslendingar græfu undan friðunarmarkmiðum Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að ákveða að hefja hvalveiðar í vísindaskyni að nýju. Forsetinn aðhafðist hins vegar ekki í kjölfarið.

Bandaríkjastjórn hefur einnig beitt Pelly-ákvæðinu ítrekað gagnvart Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra en aldrei gripið til beinna refsiaðgerða.

Grafið undan hvalveiðibanni

AP hefur eftir ónafngreindum embættismanni hjá bandarísku sjávar- og veðurfarsstofnunni, NOAA, að takist Íslendingum að koma á milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt að nýju muni það grafa undan hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. Fleiri þjóðir muni þá að öllum líkindum hefja hvalveiðar að nýju þótt hvalastofnanirnir hafi ekki enn náð sér eftir ofveiði á síðustu öld.

Náttúruverndarsamtök hafa hvatt bandarísk stjórnvöld til að grípa til aðgerða gegn Íslendingum. Hefur AP eftir embættismanni, að Gary Locke muni í staðfestingarkæru sinni rekja ýmsar þær aðgerðir, sem Bandaríkjastjórn geti gripið til. 

Meðal þeirra er að banna íslenskum fyrirtækjum, sem tengjast hvalveiðunum, að flytja fiskafurðir til Bandaríkjanna. Þá verði Obama einnig hvattur til að grípa til ýmiskonar diplómatískra aðgerða, jafnvel að bandarískir embættismenn neiti boðum um opinberar heimsóknir til Íslands.

Þá gætu sendimenn einnig dregið sig út úr ýmiskonar samstarfi þjóðanna, svo sem á norðurslóðum.  

mbl.is

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Ukulele
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...