Hvalveiðar tilfinningamál

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og lansbúnaðarráðherra, var harðlega gagnrýndur af stjórnarliðum á sameiginlegum fundi utanríkismála-, sjávarútvegs- og landbúnaðar- og umhverfisnefndar í gærmorgun, vegna framgöngu íslensku sendinefndarinnar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júlí síðastliðnum. Íslenska sendinefndin gekk út af fundinum til að koma í veg fyrir að fundurinn væri ályktunarhæfur og hægt væri að greiða atkvæði um mjög umdeilda tillögu Suður-Ameríkuríkja um stofnun griðasvæðis í Suður-Atlantshafi.

Jón segir hvalveiðar vera mikið tilfinningamál og að tilfinningar geti borið menn ofurliði.

mbl.is