Guðmundur úr framsókn

Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum
Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknarflokksins í dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi þörf á nýju stjórnmálaafli hér á landi. „Það er ekki rétt að ég sé á leiðinni í Samfylkinguna á nýjan leik. Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur segir að það sé dágóður hópur, sem undirbúi nú stofnun nýs stjórnmálaafls. Það muni bara koma á daginn hversu stór sá hópur verði.

Talsverðrar ólgu hefur gætt innan Framsóknarflokksins undanfarna daga, þar sem ákveðnir framsóknarmenn sem eru í hópi ESB-sinna hafa ekki verið ánægðir með málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, sem m.a. ítrekaði þá skoðun sína í grein hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að leggja bæri aðildarumsókn að ESB til hliðar. Sú skoðun hans er í samræmi við ályktun flokksins á síðasta landsfundi hans.

Hallur Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann skildi það vel að Guðmundur hefði fengið nóg. „Formaðurinn hefur ekki talað við Guðmund í tvö ár, nema til þess eins að skamma hann,“ sagði Hallur.

Hann sagði að þótt Guðmundur væri á leiðinni úr Framsóknarflokknum, þá væri ekki þar með sagt, að þegar í stað yrði stofnaður nýr flokkur, en hinu væri ekki að leyna, að „þeir frjálslyndari innan flokksins og þeir sem eru hallir undir aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, hafa verið að ræða saman og munu halda því áfram.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú vera um það rætt að um 30 manna hópur undirbúi nú stofnun þessa stjórnmálaafls. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson hafi komið að málum á bak við tjöldin, fyrir milligöngu aðstoðarmanns síns, Kristjáns Guy Burgess, og Róberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem Össur vilji gera hvað hann geti til þess að tryggja sér ákveðin atkvæði á Alþingi, komi til þess að til tíðinda dragi með þingmenn eins og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þráin Bertelsson, sem hefur hótað að styðja ekki fjárlög ríkisstjórnarinnar verði ekki gengið að kröfum hans hvað varðar framlög til Kvikmyndaskóla Íslands. Jafnfram er fullyrt að fyrrverandi stuðningsmannakjarni Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé með í ráðum.

Engir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins munu fylgja Guðmundi Steingrímssyni úr flokknum, eftir því sem næst verður komist.

Fyrir helgi sögðu þeir Gestur Guðjónsson, Andrés Pétursson og G. Valdimar Valdemarsson sig úr Framsóknarflokknum og tilgreindu sem ástæður úrsagna sinna málflutning formannsins í Evrópusambandsmálum.

Þá mun það hafa komið fram á Fésbókarsíðu Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, sem einnig hefur verið virkur í Framsóknarflokknum, að hann hafi boðað úrsögn úr flokknum.

Fleiri gengið í flokkinn en farið

„Það er auðvitað leitt að missa mann úr þingflokknum en ég ræddi við Guðmund og hann fór vel yfir ástæður þess að hann tók þessa ákvörðun. Það er greinilegt að hann var búinn að velta þessu mikið fyrir sér. Þetta kom ekki að öllu leyti á óvart því að þegar Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn sagðist Guðmundur þurfa að meta stöðu sína og þetta er því miður niðurstaðan. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og geri ráð fyrir að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Sigmundur segir hugsanlegt að einhverjir fleiri segi sig úr flokknum en að skrifstofa flokksins hafi upplýst sig um það að fleiri hafi skráð sig í flokkinn en úr honum að undanförnu.

Að mati Sigmundar breytir úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum litlu um stöðu ríkisstjórnarinnar enda hafi hann ekki stutt tillögu um vantraust á ríkisstjórnina á sínum tíma og hafi verið ólíklegur til að taka þátt í að fella stjórnina ef aftur kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...