Guðmundur úr framsókn

Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum
Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknarflokksins í dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi þörf á nýju stjórnmálaafli hér á landi. „Það er ekki rétt að ég sé á leiðinni í Samfylkinguna á nýjan leik. Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur segir að það sé dágóður hópur, sem undirbúi nú stofnun nýs stjórnmálaafls. Það muni bara koma á daginn hversu stór sá hópur verði.

Talsverðrar ólgu hefur gætt innan Framsóknarflokksins undanfarna daga, þar sem ákveðnir framsóknarmenn sem eru í hópi ESB-sinna hafa ekki verið ánægðir með málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, sem m.a. ítrekaði þá skoðun sína í grein hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að leggja bæri aðildarumsókn að ESB til hliðar. Sú skoðun hans er í samræmi við ályktun flokksins á síðasta landsfundi hans.

Hallur Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann skildi það vel að Guðmundur hefði fengið nóg. „Formaðurinn hefur ekki talað við Guðmund í tvö ár, nema til þess eins að skamma hann,“ sagði Hallur.

Hann sagði að þótt Guðmundur væri á leiðinni úr Framsóknarflokknum, þá væri ekki þar með sagt, að þegar í stað yrði stofnaður nýr flokkur, en hinu væri ekki að leyna, að „þeir frjálslyndari innan flokksins og þeir sem eru hallir undir aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, hafa verið að ræða saman og munu halda því áfram.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú vera um það rætt að um 30 manna hópur undirbúi nú stofnun þessa stjórnmálaafls. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson hafi komið að málum á bak við tjöldin, fyrir milligöngu aðstoðarmanns síns, Kristjáns Guy Burgess, og Róberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem Össur vilji gera hvað hann geti til þess að tryggja sér ákveðin atkvæði á Alþingi, komi til þess að til tíðinda dragi með þingmenn eins og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þráin Bertelsson, sem hefur hótað að styðja ekki fjárlög ríkisstjórnarinnar verði ekki gengið að kröfum hans hvað varðar framlög til Kvikmyndaskóla Íslands. Jafnfram er fullyrt að fyrrverandi stuðningsmannakjarni Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé með í ráðum.

Engir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins munu fylgja Guðmundi Steingrímssyni úr flokknum, eftir því sem næst verður komist.

Fyrir helgi sögðu þeir Gestur Guðjónsson, Andrés Pétursson og G. Valdimar Valdemarsson sig úr Framsóknarflokknum og tilgreindu sem ástæður úrsagna sinna málflutning formannsins í Evrópusambandsmálum.

Þá mun það hafa komið fram á Fésbókarsíðu Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, sem einnig hefur verið virkur í Framsóknarflokknum, að hann hafi boðað úrsögn úr flokknum.

Fleiri gengið í flokkinn en farið

„Það er auðvitað leitt að missa mann úr þingflokknum en ég ræddi við Guðmund og hann fór vel yfir ástæður þess að hann tók þessa ákvörðun. Það er greinilegt að hann var búinn að velta þessu mikið fyrir sér. Þetta kom ekki að öllu leyti á óvart því að þegar Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn sagðist Guðmundur þurfa að meta stöðu sína og þetta er því miður niðurstaðan. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og geri ráð fyrir að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Sigmundur segir hugsanlegt að einhverjir fleiri segi sig úr flokknum en að skrifstofa flokksins hafi upplýst sig um það að fleiri hafi skráð sig í flokkinn en úr honum að undanförnu.

Að mati Sigmundar breytir úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum litlu um stöðu ríkisstjórnarinnar enda hafi hann ekki stutt tillögu um vantraust á ríkisstjórnina á sínum tíma og hafi verið ólíklegur til að taka þátt í að fella stjórnina ef aftur kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Innlent »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Að hámarki greitt fyrir 15 þúsund km

12:10 Þingmenn munu að hámarki geta fengið endurgreiðslu fyrir 15.000 kílómetra akstri á eigin bíl á hverju ári samkvæmt breyttum reglum um þingfararkostnað sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag. Meira »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...