Guðmundur úr framsókn

Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum
Guðmundur Steingrímsson er hættur í Framsóknarflokknum mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknarflokksins í dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann teldi þörf á nýju stjórnmálaafli hér á landi. „Það er ekki rétt að ég sé á leiðinni í Samfylkinguna á nýjan leik. Ég held að ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri grænum,“ sagði Guðmundur.

Guðmundur segir að það sé dágóður hópur, sem undirbúi nú stofnun nýs stjórnmálaafls. Það muni bara koma á daginn hversu stór sá hópur verði.

Talsverðrar ólgu hefur gætt innan Framsóknarflokksins undanfarna daga, þar sem ákveðnir framsóknarmenn sem eru í hópi ESB-sinna hafa ekki verið ánægðir með málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, sem m.a. ítrekaði þá skoðun sína í grein hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að leggja bæri aðildarumsókn að ESB til hliðar. Sú skoðun hans er í samræmi við ályktun flokksins á síðasta landsfundi hans.

Hallur Magnússon, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann skildi það vel að Guðmundur hefði fengið nóg. „Formaðurinn hefur ekki talað við Guðmund í tvö ár, nema til þess eins að skamma hann,“ sagði Hallur.

Hann sagði að þótt Guðmundur væri á leiðinni úr Framsóknarflokknum, þá væri ekki þar með sagt, að þegar í stað yrði stofnaður nýr flokkur, en hinu væri ekki að leyna, að „þeir frjálslyndari innan flokksins og þeir sem eru hallir undir aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, hafa verið að ræða saman og munu halda því áfram.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú vera um það rætt að um 30 manna hópur undirbúi nú stofnun þessa stjórnmálaafls. Fullyrt er að Össur Skarphéðinsson hafi komið að málum á bak við tjöldin, fyrir milligöngu aðstoðarmanns síns, Kristjáns Guy Burgess, og Róberts Marshalls, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar sem Össur vilji gera hvað hann geti til þess að tryggja sér ákveðin atkvæði á Alþingi, komi til þess að til tíðinda dragi með þingmenn eins og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þráin Bertelsson, sem hefur hótað að styðja ekki fjárlög ríkisstjórnarinnar verði ekki gengið að kröfum hans hvað varðar framlög til Kvikmyndaskóla Íslands. Jafnfram er fullyrt að fyrrverandi stuðningsmannakjarni Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé með í ráðum.

Engir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins munu fylgja Guðmundi Steingrímssyni úr flokknum, eftir því sem næst verður komist.

Fyrir helgi sögðu þeir Gestur Guðjónsson, Andrés Pétursson og G. Valdimar Valdemarsson sig úr Framsóknarflokknum og tilgreindu sem ástæður úrsagna sinna málflutning formannsins í Evrópusambandsmálum.

Þá mun það hafa komið fram á Fésbókarsíðu Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, sem einnig hefur verið virkur í Framsóknarflokknum, að hann hafi boðað úrsögn úr flokknum.

Fleiri gengið í flokkinn en farið

„Það er auðvitað leitt að missa mann úr þingflokknum en ég ræddi við Guðmund og hann fór vel yfir ástæður þess að hann tók þessa ákvörðun. Það er greinilegt að hann var búinn að velta þessu mikið fyrir sér. Þetta kom ekki að öllu leyti á óvart því að þegar Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn sagðist Guðmundur þurfa að meta stöðu sína og þetta er því miður niðurstaðan. Eins og hann bendir sjálfur á er eðlilegt í stjórnmálum að menn finni sér þann vettvang þar sem þeir telja sig best geta komið sínum málum áleiðis. Ég óska Guðmundi velfarnaðar í framhaldinu og geri ráð fyrir að hann beiti sér áfram með okkur í þeim málum sem falla að skoðunum hans,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Sigmundur segir hugsanlegt að einhverjir fleiri segi sig úr flokknum en að skrifstofa flokksins hafi upplýst sig um það að fleiri hafi skráð sig í flokkinn en úr honum að undanförnu.

Að mati Sigmundar breytir úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum litlu um stöðu ríkisstjórnarinnar enda hafi hann ekki stutt tillögu um vantraust á ríkisstjórnina á sínum tíma og hafi verið ólíklegur til að taka þátt í að fella stjórnina ef aftur kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...