Friðarsúlan tendruð í Viðey

Friðarsúlan í Viðey var tendruð klukkan 20 í kvöld á afmælisdegi Johns Lennons. Er þetta í fimmta sinn sem súlan er tendruð á afmælisdegi tónlistarmannsins.

Viðeyjarnaust er opið í kvöld og munu tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Óskar Guðjónsson spila fyrir gesti bæði fyrir og eftir tendrun auk þess sem Óskatré Yoko Ono verður staðsett í Naustinu. Meðal annars syngur Graduale Nobili-kórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar.

Yoko Ono, ekkja Lennons, er stödd á Íslandi og var viðstödd þegar friðarsúlan var tendruð. Lennon hefði orðið 71 árs í dag hefði hann lifað en hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York í desember 1980.

Viðtal við Ono er að finna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert