Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél

Dráttarvél. Mynd úr safni.
Dráttarvél. Mynd úr safni. mbl.is/hag

Bóndi á Drangsnesi á Ströndum hafði samband við lögregluna í gærmorgun eftir að hann hafði komið að dráttarvél sinni í gangi þar sem hún stóð uppi við stafla af heyrúllum. Var vélin búin að grafa sig niður að aftan.

Lögreglan á Vestfjörðum segir, að við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hafi  orðið einhver samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang.

mbl.is

Bloggað um fréttina