Verðum að skapa ný verðmæti

Bjarni Benediktsson flytur setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson flytur setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins nú síðdegis, að þjóðin verði að hefja sköpun nýrra verðmæta til að komast úr sporunum.

„Ef kraftar fólks og fyrirtækja á Íslandi eiga að fá að njóta sín til að skapa verðmæti, verður að leiða stefnu Sjálfstæðisflokksins til öndvegis við stjórn landsins," sagði Bjarni. 
„Því fyrr sem (kosningar) verða haldnar, því betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en það sem mestu skiptir, því betra fyrir fólkið í landinu," sagði Bjarni.

Hann sagði, að nýta ætti tækifærin sem felast í aukinni orkusölu. „Það eina sem þarf er vilji til að nýta auðlindirnar í góðri sátt við umhverfið.  Framtíðin geymir ótrúleg tækifæri á þessu sviði, orkuverð fer hækkandi og hrein orka verður eftirsóttari með hverjum degi. Þessi tækifæri verðum við að nýta til að halda áfram að bæta lífskjörin. Við höfum græna orku.  Við höfum vel menntað fólk.  Fjárfestar um allan heim leita tækifæra þar sem þetta tvennt fer saman.   Þarna eru tækifæri sem við verðum að grípa."

Upp úr skotgröfum

Bjarni fjallaði um Evrópumál í ræðu sinni og sagði að skoðanir væru skiptar innan Sjálfstæðisflokksins um Evrópusambandsaðild.

„Þær raddir heyrast úr röðum aðildarsinna, að of oft sé afstöðu þeirra mótmælt með stóryrðum. Ég vil hvetja flokksmenn, sem kunna að hafa búið um sig í skotgröfum í þessu máli, til að stíga upp úr þeim. Það gildir á báða bóga. Öll berum við hagsmuni Íslands fyrir brjósti af einlægni," sagði Bjarni.

Hann bætti við að síðasti landsfundur flokksins hefði ályktað að draga bæri aðildarumsóknina til baka. „Það er stefna flokksins og hún er skýr," sagði Bjarni. Að mínu mati er þetta rökrétt niðurstaða, óháð því hvaða afstöðu menn hafa til aðildar, því að það er beinlínis óheiðarlegt af okkur sem þjóð, og grefur undan virðingu okkar á alþjóðavettvangi, að standa í svo þýðingarmiklum viðræðum þegar hugur fylgir alls ekki máli, hvorki hjá þjóðinni né hjá ríkisstjórninni sem stendur að leiðangrinum."

Stuðningi lýst við Geir

Bjarni sagði í ræðu sinni, að það hefði verið sérstakt áhugamál núverandi stjórnvalda að ná sér niðri á fyrrverandi forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Ítrekað hefði verið vegið að Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins og farsælasta forsætisráðherra seinni tíma.  Eitt fyrsta verk minnihlutastjórnarinnar vorið 2009 hefði verið að hrekja Davíð úr stóli seðlabankastjóra, undir þeim ótrúlegu formerkjum að ráðast þyrfti í hreinsanir í þjóðfélaginu. 

Þá hefðu íslensk stjórnmál náð nýjum lægðum þegar meirihluti þingmanna ákvað að efna til pólitískra réttarhalda yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi formanni flokksins. 

„Við þig, Geir, vil ég segja persónulega, að mér blöskrar þessi aðför og ég stend heilshugar á bakvið þig í þessu máli," sagði Bjarni. „Það gerir líka hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hver einasti sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins styður þig. Og ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru inni, fyrir hönd hvers einasta sjálfstæðismanns á landinu, og þúsunda Íslendinga, þegar ég segi við þig: Við stöndum öll með þér," sagði Bjarni og þurfti að ræskja sig þegar röddin brást.

Blaut tuska

Bjarni sagði í ræðu sinni, að sjálfstæðismenn krefðust þess af bönkunum að þeir geri almennilega grein fyrir þeim afslætti sem þeir fengu af lánum til heimila, svo að það sjáist svart á hvítu hvaða svigrúm þeir hafa til frekari afskrifta.

„Það er blaut tuska í andlit okkar allra þegar það er upplýst að 76 milljarðar króna renni til erlendra kröfuhafa og þá fyrst og fremst vogunarsjóða, vegna endurmats á eignum viðskiptabankanna.  Hvaða réttlæti er fólgið í því að erlendir spákaupmenn sem hafa makað krókinn á falli íslenska fjármálakerfisins græði 76 milljarða á meðan fjölskyldurnar í landinu berjast við að halda heimilum sínum?" sagði Bjarni.

Upptaka af ræðu Bjarna

Fjölmenni var við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis.
Fjölmenni var við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis. mbl.is/Ómar
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, ...
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi, við upphaf lanfsfundar. Hanna Birna býður sig fram í formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni. mbl.is/Ómar
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Ómar
Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokks í Laugardalshöll nú síðdegis.
Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokks í Laugardalshöll nú síðdegis. mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...