Deildu á stríð og frið í Skrekk

Háteigsskóli vann sætan sigur í hæfileikakeppninni Skrekk á mánudagskvöld eftir þrotlausa vinnu og æfingar í haust. Mikil gleði ríkti í skólanum í dag en atriðið hafði þó alvarlegan undirtón.

Í undirbúningnum ræddu krakkarnir um það sem hafði áhrif á þá í samfélaginu og var atburðurinn sem norskir jafnaldrar þeirra upplifðu á Útey í sumar þeim ofarlega í huga, sem og óhugnaðurinn sem tengist stríðum.

Þetta var í fyrsta skipti í sögu Skrekks sem Háteigsskóli fór með sigur af hólmi og segja krakkarnir að þátttakan í keppninni hafi haft mjög góð áhrif á andann í skólanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert