Enginn fundur í iðnaðarráðuneytinu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Aðstoðarmaður hennar segir ekkert hæft í fullyrðingum …
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Aðstoðarmaður hennar segir ekkert hæft í fullyrðingum Financial Times að fulltrúar Huang Nubo hafi fundað í ráðuneytinu í dag. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Marteinsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, segir að enginn fundur hafi átt sér stað á milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo eða fulltrúa hans og iðnaðarráðuneytisins í dag. Vefútgáfa Financial Times fjallar um málið í dag.

Kolbeinn segir að þetta séu getgátur í Financial Times sem eigi ekki við nokkur rök að styðjast. 

Huang fundar um fjárfestingar á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert