Dýr lyf valda útilokun

Einstaklingar sem þurfa dýr lyf eiga síðri möguleika á að …
Einstaklingar sem þurfa dýr lyf eiga síðri möguleika á að komast á hjúkrunarheimili. mbl.is/Jakob Fannar

Færst hefur í vöxt að lyfjanotkun væntanlegra heimilismanna er skoðuð sérstaklega áður en nýir einstaklingar eru teknir inn á hjúkrunarheimili. Noti einhver þeirra mjög dýr lyf þá kemur hann ekki til greina.

Þetta kemur fram í grein sem Gísli Páll Pálsson formaður fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu skrifar í Morgunblaðið í dag. Fram kemur í grein Gísla að lyfjakostnaður einstaklings sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum á mánuði valdi því að daggjaldið sem TR greiðir vegna viðkomandi dugi alls ekki fyrir launum vegna umönnunar, fæðis, lyfja og annarra hluta sem innifaldir eru í daggjaldinu.

„Það er staðreynd að þeir öldruðu einstaklingar sem eru svo „óheppnir“ að þurfa á dýrum lyfjum að halda eiga miklu síður möguleika á að komast á hjúkrunarheimili en hinir,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert