Ísing á Hellisheiði

Í kvöld hafa myndast hálkublettir  á Hellisheiði og í Þrengslum vegna ísingar. Hálkublettir eru  einnig nokkuð víða í uppsveitum Suðurlands.

Á Vesturlandi er hálka á Bröttubrekku en snjór og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálka er á Fróðárheiði og hálkublettir á nokkrum leiðum vestanlands.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og snjór á Þröskuldum. Hálka er á flestum öðrum leiðum á Vestfjörðum og víða skafrenningur.

Um norðvestanvert landið er snjór eða hálka. Á Öxnadalsheiði er snjór og þoka og hálka og éljagangur víða norðaustanlands.

Á Austurlandi er hálka á Fagradal, Fjarðarheiði og Oddsskarði og einnig hálka eða hálkublettir á flestum öðrum leiðum.

Á Suðausturlandi eru vegir að mestu orðnir auðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert