Ákærður fyrir að aka of hægt

mbl.is/Hjörtur

Bílstjóri fólksflutningabifreiðar hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Akureyri fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Þá hefur ökumaður dráttarvélar með aftanívagn verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, meðal annars fyrir að hafa ekið of hægt, dráttarvélin var auk þess óskráð. Frá þessu er sagt á fréttavef Vikudags í dag.

Dráttarvélin og rútan lentu í árekstri við býlið Háls í Þingeyjarsveit í ágúst á síðasta ári með þeim afleiðingum að bæði ökutækin lentu utan vegar og slasaðist ökumaður dráttarvélarinnar nokkuð við það. Atvikið varð þegar ökumaður rútunnar reyndi að taka fram úr dráttarvélinni en þá hafði önnur bifreið hafið að aka fram úr rútunni.

Ökumaður dráttarvélarinnar höfuðkúpubrotnaði, hlaut smávægilegar innankúpublæðingar og loft innan höfuðkúpu. Þá brotnuðu tvö rifbein í honum auk þess sem hann hlaut stórt blæðandi sár á höfði. Fram kemur að þess sé krafist að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar, Þá verði bílstjóri rútunnar sviptur ökuréttindum.

Frétt Vikudags

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert