Tilefnislausar aðgerðir

Frá húsleit hjá Samherja á Akureyri í dag.
Frá húsleit hjá Samherja á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., í yfirlýsingu sem send hefur verið til fjölmiðla.

Eins og mbl.is hefur fjallað um var gerð húsleit hjá Samherja í dag af gjaldeyrisdeild Seðlabanka Íslands og embætti sérstaks saksóknara vegna gruns um brot gegn lögum um gjaldeyrishöft. Fram kemur í yfirlýsingunni að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi engar skýringar eða upplýsingar fengið frá Seðlabankanum vegna aðgerðanna. Haft er eftir Þorsteini í yfirlýsingunni að hann skori á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo Samherji geti lagt sitt af mörkum til þess að veita þær upplýsingar sem hann vilji fá í hendur „og um leið freistað þess að takmarka tjón okkar af þessari harkalegu aðgerð“.

Yfirlýsingin í heild:

„Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru“  segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Eins og fram hefur komið hefur gjaldeyrisdeild Seðlabanka Íslands staðið fyrir húsleit á skrifstofum Samherja hf. Forsvarsmenn félagsins hafa ekki fengið neinar skýringar frá Seðlabankanum á þessum aðgerðum.

Samherji hefur lagt sig fram um að uppfylla allar kröfur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti. Ítarlega hefur verið farið yfir alla verkferla með starfsmönnum bankans. Á síðasta ári heimsóttu þeir meðal annars höfuðstöðvar Samherja á Akureyri þar sem lögð voru fyrir þá öll þau gögn sem óskað var eftir. Engar athugasemdir bárust í kjölfar þessara samskipta.

Samherji hf. er alþjóðlegt sölufyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri. Fyrirtækið selur ekki einungis eigin afurðir heldur einnig afurðir fjölmargra erlendra fyrirtækja.  Sú starfsemi er margþætt og er orðin flóknari með tilkomu gjaldeyrishaftanna. Svo virðist sem Seðlabanki Íslands hafi átt í erfiðleikum með að átta sig á þessum hluta starfsemi Samherja hf. Kann það að hluta til að skýra þessar sérkennilegu aðgerðir nú.

Talsmaður Seðlabanka íslands hefur upplýst sérstaklega í fjölmiðlun í dag að aðgerðir bankans gegn Samherja byggist á „ábendingu starfsmanna Kastljóss“.  Ljóst er að ekki er auðvelt fyrir Samherja að leiðrétta rangfærslur sem ekki liggja fyrir hverjar eru. Þó skal þess getið vegna yfirlýsingar Seðlabankans um heimildarmenn sína hjá Kastljósi að Samherja er kunnugt um að þátturinn hefur á undaförnum vikum talið sig vinna að rannsókn á útflutningi Samherja á karfa til Þýskalands. Er því rétt að víkja að þessu hugsanlega viðfangsefni þáttarins og setja það í rétt samhengi:

Samherji selur mikið magn afurða sinna í gegnum sölufyrirtækin sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum er í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem skila ber.  Karfaviðskiptin sem sjónvarpsþátturinn og Seðlabankinn virðast telja tortryggileg nema um það bil 0,1% af veltu Samherja. Þau viðskipti svo og öll önnur viðskipti Samherja við dótturfélög sín eru fullkomlega lögleg og í sama farvegi og þau voru löngu fyrir gjaldeyrishöftin og Seðlabankinn hefur kynnt sér. Eftir þessum reglum hefur verið farið í hvívetna.

„Svo harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir af hálfu Seðlabanka Íslands hljóta að vera einsdæmi og lýsum við fullri ábyrgð á hendur þeim sem að þeim standa,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. „Ég skora á Seðlabankann að leggja fram rökstuðning sinn fyrir húsleitinni til að við getum lagt okkar af mörkum til að upplýsa Seðlabankann um þá þætti sem hann vill fá skýringar á og um leið freistað þess að takmarka tjón okkar af þessari harkalegu aðgerð.“

mbl.is

Innlent »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »

Sáttanefnd lauk störfum án sátta

15:38 Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skilagrein og er hætt störfum. Sáttaviðræðunum lauk formlega 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »

Tafir á Vesturlandsvegi til kl. 18

15:31 Undanfarna daga hafa staðið yfir malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi. Við það hægist töluvert á umferð inn í borgina en áætlað er að framkvæmdum í dag ljúki kl. 18. Verið er að fræsa og malbika aðra akreinina frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Meira »

Ákærðir fyrir að greiða ekki skatt

14:55 Tveir menn hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem varða fyrirtæki sem hét Byggingarfélagið Grettir. Meint brot voru framin fyrir um það bil áratug, en málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Meira »

Fannst látinn á Litla-Hrauni

14:53 Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. „Ég get staðfest að vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn við opnun klefa í morgun. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan sér um rannsókn,” segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Meira »

Friðrik stýrir nefnd sem endurskoðar lög um fæðingarorlof

14:33 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum. Formaður nefndarinnar er Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðaráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Aðbúnaður kennara verði bættur

14:16 Ráðast þarf í aðgerðir til að gera störf leikskólakennara aðlaðandi og eftirsóttari en nú er, og hefjast strax handa af krafti um vor við ráðningar næsta skólaárs. Þetta kemur fram í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, en tölur um ráðningar í stöður kennara voru lagðar fram í borgarráði í dag. Meira »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...