Vilja fá að kjósa um aðildarviðræður

mbl.is/Reuters

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna krefst þess að Alþingi veiti þjóðinni vald til að ákvarða um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið í atkvæðagreiðslu í sumar samhliða forsetakosningum.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í kvöld, 27. mars.

„Aðildarferlið hófst án raunverulegs umboðs þjóðarinnar en eftir þær miklu breytingar sem orðið hafa á efnahagslegu umhverfi Evrópusambandsins telur stjórn SUF að forsendubrestur hafi orðið frá því Alþingi samþykkti að hefja viðræðurnar og því mikilvægara en nokkru sinni að þjóðin fái að taka afstöðu. Til að klára megi ferlið í einhverri sátt við þjóðina er mikilvægt að umboðið sé hreint og án vafa,“ segir í ályktuninni.

mbl.is