Gerir ráð fyrir að viðræður verði teknar upp fljótlega

Álver Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Af vef Alcoa

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti í gær að forsvarsmenn Alcoa á Íslandi hefðu tilkynnt Landsvirkjun að Alcoa ætti í viðræðum við lífeyrissjóðina um þátttöku í fjármögnun á 180 þúsund tonna stækkun álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Hann sagði engar viðræður hafa farið fram milli fyrirtækjanna um orkukaup en fyrir liggur að viðbótin þurfi um 270 megavatta orku. Sú orka er ekki til en einn af þeim möguleikum sem liggja fyrir varðandi orkuöflun, og þegar er til skoðunar hjá Landsvirkjun, er stækkun á Kárahnjúkasvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert