Beita þurfti klippum

mbl.is/Hjörtur

Bifreið fór út af veginum rétt norðan við Búðardal og valt um klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er málið í rannsókn en ekki liggur fyrir hvað hafi valdið slysinu.

Beita þurfti klippum til að ná ökumanninn úr bifreiðinni sem er illa farin. Ekki fengust hins vegar upplýsingar um ástand ökumannsins sem var einn í bifreiðinni þegar slysið átti sér stað.

mbl.is