Finnur fékk 68 milljónir í laun

Finnur Árnason forstjóri Haga
Finnur Árnason forstjóri Haga mbl.is

Finnur Árnason, forstjóri Haga, var með 68 milljónir í föst laun og árangurstengd laun á síðasta ári. Það gera rúmlega 5,6 milljónir á mánuði. Hann og nokkrir lykilstjórnendur fengu auk þess milljónir í greiðslur frá Eignabjargi, dótturfélagi Arion banka.

Þetta kemur fram í ársreikningi Haga sem birtur var í dag. Finnur fékk 43 milljónir í laun á árinu og 25 milljónir í árangurstengd laun. Guðmundur Marteinsson fékk einnig 25 milljónir í árangurstengd laun, auk 32 milljóna í laun og hlunnindi. Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri fékk 8 milljónir í árangurstengd laun og 20,3 milljónir í laun og hlunnindi.

Fram kemur í ársreikningnum að á síðasta ári samdi Eignabjarg ehf., sem á þeim tíma var móðurfélag Haga hf., við lykilstjórnendur Haga hf. um afhendingu á hlutafé í Högum hf. til stjórnendanna án endurgjalds. Samkomulagið var til uppgjörs á eldra samkomulagi við stjórnendur Haga hf. Nafnvirði hlutafjárins var 17,0 millj. og voru við undirskrift 7,7 millj. hlutir afhentir lykilstjórnendum en eftirstöðvarnar 9,4 millj. hluta voru afhentar í febrúar 2012.

Lykilstjórnendur skuldbundu sig með samkomulaginu til að starfa fyrir Haga hf. til 30 . júlí 2012. Eignabjarg ehf. tók að sér að bera allar skattgreiðslur vegna samninganna.
Heildarvirði samkomulagsins var metið um 344,3 millj. kr. en það er sú greiðsla sem lykilstjórnendur Haga fá greidd til viðbótar við föst launa, hlunnindi og árangurstengd laun.

530 milljóna arðgreiðsla

Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári, 1. mars 2011 – 29. febrúar 2012, nam 2.344 milljónum króna. Stjórn Haga leggur til að greiddur verði út um 530 milljónir í arð til hluthafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert