Metfjöldi umsókna í Háskóla Íslands

Metföldi umsókna barst Háskóla Íslands í ár.
Metföldi umsókna barst Háskóla Íslands í ár. mbl.is

Tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir komandi haustmisseri. Það er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar ríflega 9.200 umsóknir bárust skólanum. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40 prósent en þá voru þær um 6.800. 

Þegar horft er til einstakra sviða Háskóla Íslands bárust flestar umsóknir um grunnnám á hugvísindasviði eða 1.590. Þá sóttu 1.525 um grunnnám á félagsvísindasviði, 1.441 á heilbrigðisvísindasviði, 1.148 á verkfræði- og náttúruvísindasviði og 659 á menntavísindasviði. 

Háskóli Íslands hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. Skólinn stækkaði um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1. júlí 2008 og aftur um 20 prósent við inntöku nýnema haustið 2009.  Vöxturinn hélt áfram árin 2010 og 2011 og lítur allt út fyrir að áframhald verði á því miðað við framangreindar tölur.

Umsóknir um framhaldsnám eru 3.122 og hafa þær ekki verið fleiri við Háskóla Íslands frá upphafi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert