Margrét Pála ráðin skólastjóri á Tálknafirði

Margrét Pála Ólafsdóttir.
Margrét Pála Ólafsdóttir. mbl.is/Steinar

Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hefur verið ráðin skólastjóri Tálknafjarðarskóla, sem er sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli Tálknafjarðar. Ríflega sjötíu nemendur stunda nám við skólann. Margrét Pála hefur störf um næstu mánaðamót og mun sinna starfinu a.m.k. í eitt ár á meðan skólinn er að aðlagast Hjallastefnunni, samkvæmt frétt Bæjarins besta.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ákvað í maí á þessu ári að taka upp Hjallastefnuna. Það verður því í fyrsta sinn sem Hjallastefnan er innleidd á unglingastigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert