Fjöldi björgunarsveitarmanna í viðbragðsstöðu

Félagar í sleðaflokki Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur búa sig til brottfarar norður …
Félagar í sleðaflokki Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur búa sig til brottfarar norður í höfuðstöðvum sínum í kvöld. mbl.is/Björn J. Gunnarsson

Leit að manni, sem saknað hefur verið í nágrenni Þorljótsstaðafjalls í gamla Lýtingsstaðahreppnum vestan Héraðsvatna í Skagafirði síðan síðdegis í dag, hefur engan árangur borið. Björgunarsveitir í Skagafirði leita mannsins í vonskuveðri og allar björgunarsveitir í Eyjafirði og á Tröllaskaga eru í viðbragðsstöðu auk sveita af höfuðborgarsvæðinu.

„Við höfum sett björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og fyrir norðan í viðbragðsstöðu. Það eru líklega á annað hundrað manns og þau kæmu með snjótæki; vélsleða, snjóbíla og jeppa sem geta ekið í snjó,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu. Hann segir sveitirnar á Norðurlandi vera komnar í hús, tilbúnar til að leggja af stað. Þeir leitarmenn sem nú séu á staðnum þurfi að kanna nokkra staði fyrst þar sem maðurinn gæti hugsanlega verið. „Þetta er innst í Skagafirði, við jaðar hálendisins.“

„Ég reikna með að við tökum ákvörðun um hvort við sendum sveitirnar í kringum miðnætti í kvöld, ef maðurinn er ekki fundinn fyrir þann tíma,“ segir Jónas. 

Frétt mbl.is: Leitað að manni í Skagafirði

Félagar í sleðaflokki Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur búa sig til brottfarar norður …
Félagar í sleðaflokki Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur búa sig til brottfarar norður í höfuðstöðvum sínum í kvöld. mbl.is/Björn J. Gunnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert