Hver borðar stjórnarskrá?

Vígdís Hauksdóttir
Vígdís Hauksdóttir

„Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er dæmalaus. Harður vetur er í vændum fyrir margar bágstaddar fjölskyldur og biðraðir við matarúthlutanir fyrirsjáanlegar“, segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að unnið sé að samkomulagi milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa sem missa rétt til atvinnuleysisbóta um komandi áramót, en þá rennur úr gildi bráðabirgðaákvæði úr lögum um atvinnuleysisbætur til fjögurra ára. Þeir aðilar sem hafa verið atvinnulausir í fjögur ár eða lengur þurfa því að þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Athyglisvert er, segir Vigdís, að þessir sömu aðilar funda lítið um atvinnuuppbyggingu og lausn á atvinnuleysinu.

Lokaorð þingmannsins: „Hví er ekki staðinn vörður um grunnstoðir samfélagsins, hví er ekki verið að skapa atvinnu fyrir atvinnulaust fólk sem er í örvinglan, hví er ekki staðinn vörður um heimilin í landinu. Þetta minnir á fleyg ummæli er almúginn mótmælti ofríki stjórnvalda eitt sinn: „Af hverju borðar fólkið ekki kökur" – þegar það gat ekki keypt sér brauð. Því spyr ég; „Hver ætlar að borða stjórnarskrána" – þegar ekki er til peningur til að kaupa mat?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert