Slæm staða í öllum lögregluumdæmum

mbl.is/Eggert

Fram kom í umræðum á Alþingi í gær að þörf væri á 500 milljóna króna aukafjárveitingu til að koma í veg fyrir frekari uppsagnir og fækkun lögreglumanna.

Í umfjöllun um málefni lögreglunnar í Morgunblaðinu í dag segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, þá upphæð aðeins dropa í hafið þegar útgjöld til lögreglunnar hefðu dregist saman um 2,8 milljarða á síðustu tveimur árum.

„Þetta er gríðarlega mikið högg sem stéttin hefur orðið fyrir. Það er verið að biðja um hið ómögulega að ætla lögreglustjórum að reka embættin með þessum hætti,“ sagði Snorri í gær. Hann sagði stöðuna í lögregluembættum landsins mismunandi eftir stöðum en hún væri alls staðar slæm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert