„Þetta eru gleðitíðindi“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs við eitt af skipum Samherja. mbl.is/Skapti

„Þetta eru gleðitíðindi,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar- Iðju. Útgerðarfélagið Samherji hf. greiðir starfsfólki sínu í landi 378 þúsund krónur í desemberuppbót til viðbótar við umsaminn 50 þúsund króna uppbót.

Samherji greiddi aukalega 72 þúsund krónur í orlofsuppbót til starfsmanna í maí og greiðir því 450 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu. Starfsmenn sem njóta þessarar launauppbótar nú eru tæplega 500 talsins.

„Það er frábært að starfsfólk fái að njóta þess þegar vel gengur. Maður vonast auðvitað til að fleiri fyrirtæki geri slíkt hið sama, því það munar miklu um hvort fólk fái 50 eða 450 þúsund,“ segir Björn í samtali við Vikudag í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert