Ögmundur stöðvaði samstarf við FBI

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég get staðfest að þetta gerðist í ágústmánuði 2011. Þá komu hingað lögreglumenn frá FBI. Þeir verða að svara fyrir það sjálfir hvað þeir ætluðu að gera. Ég get staðfest það líka að þeir vildu samstarf við embætti ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í samtali við mbl.is.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður uppljóstrunarvefsins Wikileaks, greindi frá því í Kastljósinu í kvöld að bandarískir alríkislögreglumenn hafi komið hingað til lands fyrir nokkrum misserum og viljað samstarf við íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar á málum vefsins og einstaklingum honum tengdum.

„Þegar ég varð þess áskynja þá var ég ekki á því að það gæti gengið þannig eftir,“ segir Ögmundur. Utanríkisráðuneytið hafi síðan komið að málinu en hann hafi strax tilkynnt það til þess. Málið hafi í kjölfarið farið sína eðlilegu leið í stjórnkerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert