„Siggi hakkari“ á launaskrá FBI

Skjáskot af vef Wired.
Skjáskot af vef Wired.

Tæknitímaritið Wired hefur birt ítarlega umfjöllun um Sigurð Inga Þórðarson, sem hefur verið kallaður Siggi hakkari, undir yfirskriftinni „Sjálfboðaliði Wikileaks var uppljóstrari á launaskrá FBI“. Fjallað er um tengsl hans við Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og samskipti við FBI (bandarísku alríkislögregluna).

Birt eru tölvupóstasamskipti sem eru sögð vera á milli fulltrúa FBI og Sigurðar, en blaðamaður Wired ræddi við Sigurð og fékk frá honum bæði gögn og ljósmyndir. Í fréttinni er einnig rætt við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata.

Í greininni segir að Sigurður, sem er aðeins tvítugur, hafi starfað lengi sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks, haft beinan aðgang að Assange og verið í lykilstöðu sem skipuleggjandi.

Þjónaði tveimur herrum

„Þegar hann gekk inn í sendiráðið [bandaríska í Reykjavík í ágúst 2011] í kaldastríðsstíl, þá varð hann eitthvað annað: fyrsti uppljóstrari FBI innan Wikileaks sem vitað er um. Næstu þrjá mánuði þjónaði Sigurður tveimur herrum; hann vann fyrir uppljóstrunarvefsíðuna og á sama tíma upplýsti hann bandarísk stjórnvöld um leyndarmál hennar, og í staðinn, að hans sögn, fékk hann samtals um 5.000 dali (um 620 þúsund kr.),“ segir í frétt blaðamannsins Kevins Poulsens hjá Wired.

Þá segir að Sigurður hafi, í boði bandarísku alríkislögreglunnar, flogið til útlanda til að funda með fulltrúum FBI, m.a. til Washington. Á síðasta fundinum afhenti Sigurður þeim átta harða diska sem voru fullir af gögnum sem tengdust Wikileaks, s.s. myndskeið og samskipti á spjallvefjum.

Bent er á að það sé sjaldgæft að mönnum gefist tækifæri að fá innsýn inn í rannsókn bandarískra lögregluyfirvalda á Wikileaks. Tvöfalt líf Sigurðar sýni fram á hversu langt ríkisstjórn Bandaríkjanna sé reiðubúin að ganga til að elta uppi Julian Assange, með því að nálgast Wikileaks með aðferðum sem FBI þróaði í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi og tölvuglæpi. Aðferðirnar minni einnig á það hvernig starfsmenn FBI laumuðu sér inni í samtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum á tímum J. Edgar Hoover, fyrrverandi yfirmanns bandaríku alríkislögreglunnar.

Birgitta treysti ekki Sigurði

„Ég var viðstödd þegar Julian hitti hann [Sigurð] í fyrsta eða annað sinn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Hún starfaði með Wikileaks í tenglsum við birtingu myndbands, sem kallaðist Collateral Murder, sem sýndi árás bandrískrar herþyrlu á almenna borgara í Írak.

„Ég varaði Julian við strax á fyrsta degi, það var eitthvað sem var ekki alveg í lagi í tengslum við þennan náunga [...] Ég bað um að hann yrði ekki hluti af Collateral Murder-teyminu,“ segir Birgitta. Hún segir ennfremur að Sigurður eigi mjög bágt með að segja mönnum satt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...