Árni kosinn formaður Samfylkingar

Árni Páll Árnason á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun þegar úrslitin …
Árni Páll Árnason á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun þegar úrslitin úr formannskjörinu lágu fyrir.

Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á landsfundi flokksins. Árni Páll fékk 3.474 atkvæði, 61,8% og Guðbjartur Hannesson, sem einnig bauð sig fram, fékk 2.115 eða 37,6%.

Auðir og ógildir seðlar voru 32 eða 0,6%.

Kosið verður í embætti varaformanns eftir hádegi og hafa þær Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir gefið kost á sér í það embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert