Gefanda snérist hugur

Í ljós er komið að efnið í skemmu golfklúbbs á Suðurnesjum, sem talið var að hefði verið stolið, var alls ekki stolið.

Um er að ræða einingar sem átti að setja saman þegar þjófnaðurinn uppgvötaðist í gær. Málið var þá tilkynnt til lögreglu. Í morgun fékkst síðan skýring á málinu. 

Golfklúbburinn í Sandgerði hafði fengið efnið að gjöf en gefanda hefur greinilega snúist hugur og sótti efnið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Málinu er þar með lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert