Engin sjáanleg merki um eldgos í aðsigi

Veðurstofa Íslands hefur hækkað eftirlitsstig Heklu vegna flugumferðar frá grænu í gult í samræmi við aukna virkni á svæðinu. Í framhaldi af því hafa Almannavarnir og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýst yfir óvissustigi.

Frá 10. mars 2013 hafa mælst 7 smáskjálftar með upptök um 4,5 km norðaustur af hátindi Heklu. Þeir eru á stærðarbilinu 0,4 til 1 og á um 11-12 km dýpi.  Þessir jarðskjálftar eru hefðbundnir brotaskjálftar og sýna ekki merki um kvikuhreyfingu.  Slíkir jarðskjálftar hafa áður orðið á svipuðum slóðum á milli eldgosa í Heklu en þeir hafa verið óvenjumargir núna síðustu vikur.

Þenslumælingar í borholum ásamt samfelldum GPS mælingum í nágrenni Heklu sýna engar landbreytingar.  Aukin skjálftavirkni við Heklu síðustu vikur eru einu mælanlegu breytingarnar og ennþá er ekki hægt að álykta að henni sé lokið.

Breytingar á litakóða Heklu vegna flugumferðar frá grænu í gult er eingöngu vegna þessara auknu skjálftavirkni sem er ekki algeng á svæðinu. Það eru engin sjáanleg merki um að eldgos sé í aðsigi, segir í frétt frá Veðurstofunni.

Aviation colour-code of Hekla from green to yellow

The Icelandic Meteorological Office has changed the aviation colour-code of Hekla volcano from green to yellow, signifying elevated unrest above a known background level.

Since 10 March 2013, at least seven micro-earthquakes, ranging in size from magnitude 0.4 to 1, have been detected over a small area ~4.5 km to the north-east of the volcano's summit. Sourced mainly at 11 to 12 km depth, these earthquakes have a high-frequency character suggestive of brittle fracturing rather than magma movements. At Hekla, such a clustering of earthquakes in time and space is unusual in between eruptions.

Continuous measurements of borehole strain and ground-based GPS show no changes in crustal deformation. The only measurable change is increased earthquake activity, although the earthquake rate is too low to assess whether this episode has peaked already.

The change from green to yellow is a precautionary step due to increased earthquake activity. To date, there are no observable signs that an eruption of Hekla is imminent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert