3,5 stiga skjálfti í Vatnafjöllum

Skjálftinn mældist 3,5 að stærð.
Skjálftinn mældist 3,5 að stærð. Kort/Map.is

Skjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir í Vatnafjöllum, rétt suður af Heklu. Skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan sex nú í morgun.

Upptök skjálftans voru á um 5,9 km dýpi. 

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki óalgengt að svona stakur skjálfti mælist á þessum slóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert