Krafa um að Daníel verði borinn út

Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, hefur hellt niður mjólk síðan ...
Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, hefur hellt niður mjólk síðan 12. nóvember. mbl.is/Golli

Landsbanki Íslands hefur krafist þess að Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Reykhólahreppi, verði borinn út af jörðinni. Lögmaður hans krefst þess að beiðninni verði hafnað. Daníel hefur í fimm mánuði beðið eftir svari frá atvinnuvegaráðuneytinu við kæru sem hann sendi vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að svipta hann starfsleyfi.

Matvælastofnun svipti Daníel starfsleyfi 12. nóvember sl. vegna athugasemda sem stofnunin gerði, m.a. vegna þess að neysluvatn stóðst ekki kröfur. Um þetta hefur m.a. verið fjallað í frétt á mbl.is og í ítarlegri frétt í janúar.

Hefur beðið eftir svari frá ráðuneytinu í fimm mánuði

Daníel kærði strax í nóvember ákvörðun Matvælastofnunar til atvinnuvegaráðuneytisins. Jafnframt óskaði hann eftir því að hann fengi að selja mjólk meðan ráðuneytið væri að svara bréfinu. Því hafnaði ráðuneytið, en hann hefur í fimm mánuði beðið eftir efnislegu svari frá ráðuneytinu.

Ólafur Kristinsson, lögmaður Daníels, segir með ólíkindum að ráðuneytið sé ekki búið að svara bréfinu. Andmælum hafi verið skilað í janúar og ráðuneytið ætti því að vera búið að svara kærunni. Hann bendir á að í stjórnsýslulögum séu ákvæði um málshraða og þau hafi verið túlkuð þannig að stjórnvald hafi 3-4 mánuði að afgreiða kæru.

Þegar haft sé í huga að Daníel sé búinn að hella niður mjólk í rúma fimm mánuði verði að telja að ráðuneytinu hafi borið að hraða sérstaklega afgreiðslu málsins. Hann bendir á að þetta mál varði líka fæðuöryggi búfjár á Ingunnarstöðum.

Íhuga skaðabótamál gegn Landsbankanum

Ólafur telur mikinn vafa leika á að Matvælastofnun hafi farið að lögum í þessu máli. Hann bendir á að Daníel hafi verið sviptur starfsleyfi á grundvelli laga um Matvælastofnun þar sem fjallað er um starfsleyfi. Hann hafi verið sviptur starfsleyfi á grundvelli þess að sýklalyf, hormónar eða aðskotaefni séu í mjólkinni. Þetta eigi ekki við í þessu tilviki. Það hafi vissulega fundist saurgerlar í neysluvatninu vegna óhapps, en það hafi verið lagfært strax í haust. Staðfest sé að vatnið uppfylli allar kröfur í dag.

Ólafur segir ýmislegt fleira í þessu máli vekja furðu. Hann sjái t.d. ekki hvernig Landsbankanum hafi verið heimilt að selja mjólkurkvótann á jörðinni án samráðs við Daníel. „Lögin gera ráð fyrir að framleiðandinn eigi að fá beingreiðslurnar, en ekki eigandi kvótans. Ef þetta verður niðurstaðan þá eru allir sem búa á ríkisjörðum í bullandi hættu, t.d. ef kemur upp ágreiningur milli þeirra og eiganda,“ segir Ólafur og bætir við að hann segist vita að forystumenn Bændasamtakanna hafi áhyggjur af því hvernig lögin hafi verið túlkuð varðandi þetta atriði málsins.

Ólafur segir að verið sé að skoða grundvöll fyrir skaðabótamáli gegn Landsbankanum.

Hann segir að þó Daníel sé gjaldþrota hafi hann réttarstöðu ábúanda og það séu ákvæði í lögum hvernig hægt sé að losna við ábúanda af jörð. Þau ákvæði verði að virða.

Sauðburður að hefjast

Ólafur bendir á að sauðburður sé að hefjast á næstu dögum og það sé ábyrgðarhluti að bera Daníel út af jörðinni á þessum tíma ársins.

Staða mála á Ingunnarstöðum hefur verið til umræðu í hreppsnefnd Reykhólahrepps, en sveitarstjórnin hefur lýst áhyggjum af stöðunni. Lögmaður Daníels hefur sent sveitarstjórninni bréf þar sem farið er yfir stöðu málsins.

Daníel hefur búið á Ingunnarstöðum frá 10 ára aldri. Hann ...
Daníel hefur búið á Ingunnarstöðum frá 10 ára aldri. Hann er með 50 mjólkandi kýr og mikið af kálfum. Morgunblaðið/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...