Bismarck segist ekki hafa tekið myndirnar

Stafirnir sem spreyjaðir voru á botn gígsins eru um 17 …
Stafirnir sem spreyjaðir voru á botn gígsins eru um 17 metra háir. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Myndlistamaðurinn Julius von Bismarck, sem mikið hefur verið fjallað um í fréttum í dag eftir að í ljós kom að meðal mynda á myndlistasýningu hans í Berlín nýverið voru myndir af náttúruspjöllunum í Mývatnssveit, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stuttu.  Hann segir myndirnar hluta af átta mynda seríu og að þær hafi verið teknar í fjórum mismunandi löndum af mismunandi, nafnlausum ljósmyndurum á árunum 2012-2013. Bismarck hafi ekki á neinum tímapunkti haft ákvörðunarvald yfir þessum ljósmyndurum. 

Hann segist einu sinni hafa komið til Íslands, en það hafi verið árið 2010, og því geti hann ekki verið sá sem stóð fyrir umræddum náttúruspjöllum í Mývatnssveit fyrr á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert