Færri prófmál en boðað var

mbl.is/Brynjar Gauti

Það seinkar endurútreikningi gengislána að færri prófmál hafa farið fyrir Hæstarétt en boðað var. Þetta segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður og lögmaður hjóna í gengislánamáli gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum.

„Það varð mjög lítið úr flutningi á þeim 22 málum sem var búið að handvelja í samvinnu við Umboðsmann skuldara. Þar var búið að sigta út hvaða tegundir af ágreiningi þyrfti að fá útkljáðar hjá dómstólum. Þau áform hafa einhvern veginn orðið að mjög litlu. Eftir því sem ég best veit hafa sárafá af þessum málum verið útkljáð fyrir dómstólum,“ segir Ragnar í fréttaskýringu um þessi ágreiningsefni í Morgunblaðinu í dag.

Sérfræðingar Landsbankans meta nú hvort endurreikna beri um 30.000 gengislán einstaklinga og lögaðila og sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið í gær að ljúka ætti því verki fyrir áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert